16.3.2008 | 12:16
Var í þessu húsi fyrir tveim vikum síðan
Vá, ótrúlega skrýtið að lesa svona frétt og sjá svo að eitt húsanna sem varð fyrir höggi var húsið sem við dóttir mín dvöldum i fyrir réttum 2 vikum síðan, en Dísa vinkona býr þarna á 15. hæð. Við horfðum einmitt útum stofugluggann yfir götuna á húsið sem kraninn stóð við sem reis ekkert smá hratt og vorum að ræða þessar byggingarframkvæmdir allar sem voru í gangi þarna. Ekki grunaði mann að eitthvað þessu líkt gæti gerst.
Kranann má sjá vinstra megin á myndinni sem ég tók af húsinu þegar við vorum úti.
![]() |
Fjórir létust þegar krani féll á fjölbýlishús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.