Enn á götunni

Dísa vinkona er enn á götunni og fær engar upplýsingar um það hvenær hún kemst aftur inn í íbúðina sína. Hún var send á milli staða í dag þegar hún leitaði upplýsinga og enginn gat í raun og veru veitt nein svör. Líklega er verið að meta hversu miklar skemmdir hafa orðið á burðargrind hússins og hvort það sé íbúðarhæft. Hún hefur því þurft að versla sér alla hluti og fer á hótel í kvöld.

Þetta er náttúrulega harmleikur. Það dóu þarna fimm menn sem voru að vinna í húsinu og ég hugsa hvort það hafi verið gæjarnir sem ég var að fylgjast með útum gluggann þarna fyrir tveimur vikum. Og að því er virðist allavega tveir aðrir.

Lífið er svo ótrúlega fljótt að breytast.

Eins gott að muna að njóta hvers dags eins og maður getur.


mbl.is Fleiri látnir eftir kranaslys í New York
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úff.. hrikalegt! Vinkona þín allavega heppin að hafa sloppið

jónína (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 21:21

2 Smámynd: Kolbrún Hlín

Já takk henni finnst það líka.

Kolbrún Hlín, 17.3.2008 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband