Var þarna fyrir tveim vikum - viðbót

Heyrði í Dísu sem er heil á húfi en veit lítið þar sem henni og öllum íbúum hússins er enn meinaður aðgangur að því. Hún var við vinnu yfir á 3rd Avenue í gær rétt hjá þar sem hún býr þegar slysið varð. Hún vinnur hjá Utanríkisráðuneytinu. Hún sagði mér að byggingarfyrirtækið sem var að byggja húsið var búið að fá 9 viðvaranir/athugasemdir án þess að frekar væri að gert og eins og ég nefndi áðan þá hafði húsið risið á svo ótrúlegum hraða að það þótti ekki boða gott.

Íbúarnir á Manhattan eru skelkaðir enda drundi svo í öllu við fall kranans að líktist sprengingu og stutt er síðan sprengja sprakk á Times Square.

Dísa er að vonast til að fá að fara heim til sín í dag eða morgun en hún veit ekki nema ástandið innan íbúðar hennar sé eins og eftir jarðskjálfta.

Á tenglinum hér má sjá hvernig kraninn féll. Dísa vinkona býr í húsi nr. 300. 

Ég birti "update" hér þegar ég veit eitthvað nánar!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband