Nýjar fréttir

Dísa vinkona í NY fékk að flytja heim á föstudaginn langa og allt heilt heima hjá henni utan smávægilegra málningarskemmda og svoleiðis. Svo allt gott að frétta af henni.

Og allt gott að frétta af mér. Ég er bara ótrúlega þakklát að vera ekki með nein lán sem sveiflast með genginu og fegin að skulda ekki neitt (utan LÍN lána) og eiga sparneytin bíl og búa í leiguhúsnæði á nokkurn veginn viðráðanlegu verði.


Enn á götunni

Dísa vinkona er enn á götunni og fær engar upplýsingar um það hvenær hún kemst aftur inn í íbúðina sína. Hún var send á milli staða í dag þegar hún leitaði upplýsinga og enginn gat í raun og veru veitt nein svör. Líklega er verið að meta hversu miklar skemmdir hafa orðið á burðargrind hússins og hvort það sé íbúðarhæft. Hún hefur því þurft að versla sér alla hluti og fer á hótel í kvöld.

Þetta er náttúrulega harmleikur. Það dóu þarna fimm menn sem voru að vinna í húsinu og ég hugsa hvort það hafi verið gæjarnir sem ég var að fylgjast með útum gluggann þarna fyrir tveimur vikum. Og að því er virðist allavega tveir aðrir.

Lífið er svo ótrúlega fljótt að breytast.

Eins gott að muna að njóta hvers dags eins og maður getur.


mbl.is Fleiri látnir eftir kranaslys í New York
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var þarna fyrir tveim vikum - viðbót

Heyrði í Dísu sem er heil á húfi en veit lítið þar sem henni og öllum íbúum hússins er enn meinaður aðgangur að því. Hún var við vinnu yfir á 3rd Avenue í gær rétt hjá þar sem hún býr þegar slysið varð. Hún vinnur hjá Utanríkisráðuneytinu. Hún sagði mér að byggingarfyrirtækið sem var að byggja húsið var búið að fá 9 viðvaranir/athugasemdir án þess að frekar væri að gert og eins og ég nefndi áðan þá hafði húsið risið á svo ótrúlegum hraða að það þótti ekki boða gott.

Íbúarnir á Manhattan eru skelkaðir enda drundi svo í öllu við fall kranans að líktist sprengingu og stutt er síðan sprengja sprakk á Times Square.

Dísa er að vonast til að fá að fara heim til sín í dag eða morgun en hún veit ekki nema ástandið innan íbúðar hennar sé eins og eftir jarðskjálfta.

Á tenglinum hér má sjá hvernig kraninn féll. Dísa vinkona býr í húsi nr. 300. 

Ég birti "update" hér þegar ég veit eitthvað nánar!

Var í þessu húsi fyrir tveim vikum síðan

Picture 054Vá, ótrúlega skrýtið að lesa svona frétt og sjá svo að eitt húsanna sem varð fyrir höggi var húsið sem við dóttir mín dvöldum i fyrir réttum 2 vikum síðan, en Dísa vinkona býr þarna á 15. hæð. Við horfðum einmitt útum stofugluggann yfir götuna á húsið sem kraninn stóð við  sem reis ekkert smá hratt og vorum að ræða þessar byggingarframkvæmdir allar sem voru í gangi þarna. Ekki grunaði mann að eitthvað þessu líkt gæti gerst.

Kranann má sjá vinstra megin á myndinni sem ég tók af húsinu þegar við vorum úti. 


mbl.is Fjórir létust þegar krani féll á fjölbýlishús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flug!

Frænka mín var einmitt að fara til Bandaríkjanna að heimsækja dóttur sína í síðustu viku og rétt missti af vélinni. Þá var búið að hinkra eftir henni eins lengi og hægt var en málið var þannig að hún átti flug frá Akureyri til borgarinnar snemma mánudags en flugið út var seinnipartinn. Hinsvegar féll allt flug niður að á sunnudeginum og því hnikuðust allir til og hún fékk ekki að fljúga fyrr en seint um daginn. Og það munaði beinlínis 2 mínútum að hún næði fluginu!!

Hún þurfti því að punga út miklum pening til að endurbóka allt flug því einnig var um innanlandsflug í Bandaríkjunum að ræða. Hún er enn úti en það verður forvitnilegt að sjá hvort og þá hvaða bætur hún fær. Nú ef hún fer eitthvað í málið. 

Ég vona bara að veður verði sæmilegt þegar ég fer til New York núna 28. feb.


mbl.is Engar sérstakar reglur varðandi forföll í flug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gagnvirkt sjónvarp.

Ég horfi nánast aldrei orðið á sjónvarp sem er matað ofan í mig. Fer ofboðslega í taugarnar á mér að þurfa að taka frá sama tíma í hverri viku til að horfa á áhugaverða þætti. Hinsvegar líkar mér mjög vel að geta horft á þætti á netinu þegar mér hentar. Vandamálið er að það er ekki mikið úrval enn sem komið er á Íslandi og að kaupa DVD hér heima er ofboðslega dýrt.

BBC til að mynda býður upp á iPlayer www.bbc.co.uk/iplayer þar sem hægt er að horfa á efni í 7 daga eftir að það er frumsýnt hjá þeim en er lokað ip.tölum utan Bretlands. Sama er upp á teningnum þegar litið er til Bandaríkjanna. Ég er þess fullviss að það sé markaður fyrir að selja erlendum iptölueigendum aðgang að svona síðum. Sjálf bý ég svo vel að hafa Sky afruglara en ég myndi alveg kaupa mér fyrir lítinn pening aðgang að sjónvarpsefni á netinu. Í fréttinni um að Vefurinn verði að sjónvarpsrás er einmitt fjallað um möguleika til markaðsetningar með gagnvirkni.

Einn af skólafélögum mínum úti skrifaði einmitt lokaverkefni sitt um gagnvirkar auglýsingar og þar á meðal hugmyndina um að sækja upplýsingar um vörur úr sjónvarpsþáttum.  Product placement komið í æðraveldi. Ekki sæjum við eingöngu vöruna heldur eins og minnst er á í greininni líka þá getum við með því að smella á hnapp sótt upplýsingar um verð, sölustað og fleira. 

Það er löngu orðið ljóst að upplýsingatækni og upplýsingamiðlun verður sífellt persónulegri og "einstaklingsmiðaðri" svo ég taki orð úr kennslufræðinni. Krakkarnir okkar í dag eru af stafrænni kynslóð og kunna ekki annað en að hafa iPod, GSM og tölvur, Internetið, MSN og afruglara í kringum sig. Þau horfa bara blönk á okkur þegar við röflum um sjónvarpslausa fimmtudaga og ekkert sjónvarp í júlí. Það bara kemur þeim ekki við. Við eigum að nota þessa frábæru tækni. Kennarar geta nýtt sér hana og útbúið kennsluefni sem nemendur geta nálgast á netinu. Auglýsendur hafa endalausa möguleika. Lítil fyrirtæki geta fyrir lítinn pening auglýst sig.

Eina vandamálið sem ég sé við þessar frábæru tæknilegu framfarir er að aumingja Angelina Jolie kann ekki að kveikja á tölvu hjálparlaust.


mbl.is Vefurinn verður sjónvarpsrás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppl.tækni

Upplýsingatækni í skólastarfi er mjög þörf og má segja að kennarar sem ekki séu vel tölvufærir og þekki ekki möguleika upplýsingatækni í skólastarfi séu svona álíka eins og óskrifandi kennarar.

Því miður eru enn margir skólar sem ekki bjóða upp á nógu góða aðstöðu fyrir kennara og nemendur meðan að aðrir skólar æddu kannski af stað og fartölvuvæddu skólana sína en gleymdu að pæla í tilganginum og kennslufræðinni meðan aðrir gerðu hlutina rétt.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband