Gagnvirkt sjónvarp.

Ég horfi nánast aldrei orðið á sjónvarp sem er matað ofan í mig. Fer ofboðslega í taugarnar á mér að þurfa að taka frá sama tíma í hverri viku til að horfa á áhugaverða þætti. Hinsvegar líkar mér mjög vel að geta horft á þætti á netinu þegar mér hentar. Vandamálið er að það er ekki mikið úrval enn sem komið er á Íslandi og að kaupa DVD hér heima er ofboðslega dýrt.

BBC til að mynda býður upp á iPlayer www.bbc.co.uk/iplayer þar sem hægt er að horfa á efni í 7 daga eftir að það er frumsýnt hjá þeim en er lokað ip.tölum utan Bretlands. Sama er upp á teningnum þegar litið er til Bandaríkjanna. Ég er þess fullviss að það sé markaður fyrir að selja erlendum iptölueigendum aðgang að svona síðum. Sjálf bý ég svo vel að hafa Sky afruglara en ég myndi alveg kaupa mér fyrir lítinn pening aðgang að sjónvarpsefni á netinu. Í fréttinni um að Vefurinn verði að sjónvarpsrás er einmitt fjallað um möguleika til markaðsetningar með gagnvirkni.

Einn af skólafélögum mínum úti skrifaði einmitt lokaverkefni sitt um gagnvirkar auglýsingar og þar á meðal hugmyndina um að sækja upplýsingar um vörur úr sjónvarpsþáttum.  Product placement komið í æðraveldi. Ekki sæjum við eingöngu vöruna heldur eins og minnst er á í greininni líka þá getum við með því að smella á hnapp sótt upplýsingar um verð, sölustað og fleira. 

Það er löngu orðið ljóst að upplýsingatækni og upplýsingamiðlun verður sífellt persónulegri og "einstaklingsmiðaðri" svo ég taki orð úr kennslufræðinni. Krakkarnir okkar í dag eru af stafrænni kynslóð og kunna ekki annað en að hafa iPod, GSM og tölvur, Internetið, MSN og afruglara í kringum sig. Þau horfa bara blönk á okkur þegar við röflum um sjónvarpslausa fimmtudaga og ekkert sjónvarp í júlí. Það bara kemur þeim ekki við. Við eigum að nota þessa frábæru tækni. Kennarar geta nýtt sér hana og útbúið kennsluefni sem nemendur geta nálgast á netinu. Auglýsendur hafa endalausa möguleika. Lítil fyrirtæki geta fyrir lítinn pening auglýst sig.

Eina vandamálið sem ég sé við þessar frábæru tæknilegu framfarir er að aumingja Angelina Jolie kann ekki að kveikja á tölvu hjálparlaust.


mbl.is Vefurinn verður sjónvarpsrás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband